Tilgangur leiksins er að nota byggingarkubba til þess að efla ímyndunaraflið og minnið á skemmtilegan hátt.
Í leiknum þarf að byggja vel þekkta hluti úr daglega lífinu, t.d. byggingar eða dýr. Mismunandi ökutæki (bílar, lestir, flugvélar) koma með byggingareiningarnar og velja þarf þá réttu, færa af ökutækinu og setja á rétta staðinn.
Ferlið til þess að klára hvert borð er tvískipt:
- Fyrst þarf að leggja lit og útlínur byggingareininganna á minnið en til þess fær maður ótakmarkaðan tíma. Útlínurnar hverfa svo um leið og fyrsta einingin er tekin af faratækinu.
- Næst þarf svo að raða byggingareiningunum eftir minni, þannig að litur og lögun þeirra passi við fyrr uppgefnar útlínur.
Ef maður festist á borði er hægt að smella á takkann með spurningarmerkinu til þess að fá hjálp og er hægt að nota það allt að 3svar en það er nóg til þess að leysa borðið. Aftur á móti þá hægist á hraða faratækja sem flytja kubbana við notkun „Hjálp“ takkans og einnig ef röng eining er notuð en við það minnkar heildar stigafjöldinn fyrir borðið. Ef hraði faratækjanna minnkar undir 75% er hægt að ýta á hraðamælinn og endurstilla hraðann aftur á 100%. Markmiðið er að leysa hvert borð á sem minnsta tíma og ná þannig sem hæsta stigafjölda í lok leiks.
Frekari leiðbeiningar er að finna á fyrsta borði leiksins, en þar er líst hvernig spila á leikinn.
Leikurinn inniheldur:
- 101 mismunandi borð með 3 mismunandi erfiðleikastigum
- 15 tegundir byggingareininga og 5 mismunandi litir sem öll geta komið fyrir í einu