Þú missir aldrei af rétta augnablikinu með endurhönnuðu Pixel-myndavélinni. Taktu frábærar myndir með eiginleikum á borð við andlitsmyndastillingu, nætursýn, hraðmynd og kvikmyndablörri.
Taktu gullfallegar myndir
• HDR+ með stýringum fyrir lýsingu og hvítjöfnun – taktu fallegar myndir með HDR+, einkum þar sem lýsingin er lítil eða í bakgrunni.
• Nætursýn – þú munt aldrei vilja nota flassið aftur. Nætursýn dregur fram öll smáatriði og liti sem týnast í myrkrinu. Þú getur jafnvel tekið myndir af vetrarbrautinni með stjörnuljósmyndun!
• Háskerpuaðdráttur – náðu nærmynd úr fjarlægð. Háskerpuaðdráttur skerpir myndir með aðdrætti.
• Löng lýsing – blörraðu viðföng á hreyfingu
• Hreyfihliðrun – blörraðu bakgrunninn en haltu viðfangsefninu í fókus
• Víðfókus – fangaðu skæra liti og smáatriði smæstu viðfangsefna
Frábær vídeó í hverri töku
• Fangaðu stöðug vídeó í góðri upplausn og með skýru hljóði, jafnvel í myrkri og mannfjölda
• Kvikmyndablörr – skapaðu bíóáhrif með því að blörra bakgrunn viðfangsefna
• Kvikmyndatökuhliðrun – hægðu á hliðrun símans
• Löng taka – taktu upp stutt myndskeið með því að halda myndatökuhnappinum inni í sjálfgefinni myndavélarstillingu
Eiginleikar sem eru aðeins í Pixel 8 Pro
• Há 50MP upplausn – fangaðu myndir í hárri upplausn með meiri smáatriðum
• Ítarstýringar – náðu enn betri stjórn með því að stilla fókus, lokarahraða og fleira
Kröfur – nýjasta útgáfa Pixel-myndavélarinnar virkar aðeins í Pixel-tækjum sem keyra Android 14 og nýrri útgáfu. Nýjasta útgáfan af Google-myndavélinni fyrir Wear OS virkar aðeins í Wear OS 3-tækjum (eða nýrri) sem tengd eru Pixel símum. Sumir eiginleikar eru ekki í boði í öllum tækjum.