Hljóðmagnarinn gerir hversdagsleg samtöl og umhverfishljóð aðgengilegri fyrir heyrnarskert fólk með því að nota aðeins Android síma og heyrnartól. Notaðu hljóðmagnara til að sía, bæta og hækka hljóð í kringum þig og í tækinu.
Eiginleikar• Dragðu úr óþarfa hljóðum til að heyra tal betur.
• Notaðu samtalsstillinguna til að setja fókusinn á tal viðmælandans þar sem hávaði er mikill. (Í boði fyrir Pixel 3 og nýrri síma).
• Hlustaðu á samtöl, sjónvarpið eða fyrirlestra. Ráðlagt er að nota Bluetooth-heyrnartól þegar uppruni hljóðsins er lengra í burtu. (Sendingu hljóðs í Bluetooth-heyrnartól getur seinkað).
• Fínstilltu hlustunarupplifun þína af tali í umhverfinu eða efni í spilun í tækinu. Þú getur dregið úr hljóðum eða magnað upp lægri tíðni, hærri tíðni eða lág hljóð. Veldu sérstillingar fyrir bæði eyrun eða hvort eyra fyrir sig.
• Notaðu aðgengishnappinn, bendingu eða flýtistillingar til að kveikja og slökkva á hljóðmagnaranum. Frekari upplýsingar um aðgengishnappinn, bendingar og flýtistillingar:
https://support.google.com/accessibility/android/answer/7650693Kröfur• Í boði fyrir Android 8.1 og nýrri útgáfur.
• Paraðu Android tækið við heyrnartól.
• Samtalsstilling er núna í boði fyir Pixel 3 og nýrri síma.
Þú getur sent okkur ábendingu um hljóðmagnarann í tölvupósti:
[email protected]. Hafðu samband við okkur á
https://g.co/disabilitysupport til að fá aðstoð við að nota hljóðmagnarann.
Tilkynning vegna heimilda•
Hljóðnemi: Hljóðmagnarinn verður að fá aðgang að hljóðnemanum til að vinna úr, magna upp og sía hljóð. Engum gögnum er safnað og engin gögn eru vistuð.
•
Aðgengisþjónusta: Þar sem þetta forrit er aðgengisþjónusta getur það fylgst með aðgerðum þínum, sótt efni í gluggum og fylgst með texta sem þú slærð inn.