Barnalæsingar Family Link eru í fylgiforriti Family Link fyrir foreldra. Sæktu þetta forrit eingöngu í tæki sem barn eða unglingur notar. Prófaðu barnalæsingaforritið Family Link frá Google. Family Link forritið gerir þér kleift að setja stafrænar grundvallarreglur úr tækinu þínu sem gilda þegar barnið þitt eða unglingurinn lærir, leikur sér og vafrar á netinu. Fyrir börn undir 13 ára (eða
undir gildandi lögræðisaldri í þínu landi) gerir Family Link þér einnig kleift að stofna Google-reikning fyrir barnið þitt, sem er eins og reikningurinn þinn, með aðgangi að flestum Google-þjónustum.
Með barnalæsingu Family Link geturðu:
Vísað barninu á viðeigandi efni • Séð forritavirkni þess – skjátími er misuppbyggilegur. Hjálpaðu barninu þínu að taka réttar ákvarðanir um hvað það gerir í Android-tækinu sínu með virkniskýrslum sem sýna hversu miklum tíma það eyðir í uppáhaldsforritunum sínum. Þú getur séð daglegar, vikulegar eða mánaðarlegar skýrslur.
• Hafðu umsjón með forritum barnsins – Gagnlegar tilkynningar gera þér kleift að samþykkja eða loka á forrit sem barnið vill sækja í Google Play Store. Þú getur einnig stjórnað innkaupum í forritum í tæki barnsins úr þínu eigin tæki og falið tiltekin forrit.
• Vektu forvitni þeirra – Það getur verið erfitt að átta sig á því hvaða forrit henta barninu þínu. Family Link sýnir þér forrit sem kennarar mæla með sem þú getur sett upp í tæki barnsins.
Fylgstu með skjátímanum • Settu takmörk – Það er þitt að ákveða hæfilegan skjátíma barnsins. Með Family Link geturðu sett tímamörk og valið háttatíma fyrir tæki barnsins til að hjálpa því að finna gott jafnvægi.
• Læstu tækinu – Hvort sem kominn er tími til að fara út að leika, borða kvöldmat eða verja tíma með fjölskyldunni geturðu læst tæki barnsins úr tækinu þínu þegar það er kominn tími á pásu.
Sjáðu hvar barnið er • Það er gott að geta fundið barnið þegar það er á ferðinni. Þú getur notað Family Link til að finna barnið, að því gefnu að það sé með Android-tækið á sér.
Mikilvægar upplýsingar • Verkfæri Family Link eru mismunandi eftir því hvernig tæki barnið notar. Þú finnur lista yfir samhæf tæki á families.google.com/familylink/setup
• Þótt Family Link hjálpi þér að hafa umsjón með kaupum og niðurhali barnsins þíns á Google Play þarf það ekki samþykki til að setja upp uppfærslur á forritum (þar á meðal uppfærslur sem veita auknar heimildir), forrit sem þú hefur áður samþykkt eða forrit sem hefur verið deilt í fjölskyldusafninu. Foreldrar ættu að fara reglulega yfir uppsett forrit barnsins síns og heimildir forrita í Family Link.
• Þú skalt fara vandlega yfir forritin í tæki barnsins og slökkva á þeim sem þú vilt ekki að það noti. Hafðu í huga að hugsanlega geturðu ekki slökkt á sumum foruppsettum forritum.
• Til að sjá hvar tæki barnsins þíns eða unglingsins er verður að vera kveikt á því, það þarf að hafa verið virkt nýlega og tengt við netið.
• Forrit sem kennarar mæla með eru bara í boði í Android-tækjum í Bandaríkjunum fyrir foreldra barna á tilteknum aldri.
• Þótt Family Link bjóði upp á verkfæri til að hafa umsjón með upplifun barnsins þíns á netinu þýðir það ekki að það tryggi öryggi internetsins. Því er fremur ætlað að gefa foreldrum kost á að stjórna því hvernig börnin þeirra nota internetið og hvetja til samræðna um netnotkun.