Google Kids Space

3,5
3,89 þ. umsagnir
50 m.+
Niðurhal
Samþykkt af kennurum
Efnisflokkun
Ekkert aldurstakmark
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd

Um þetta forrit

Google Kids Space er spjaldtölvuupplifun með sérsniðnum heimaskjá og safni gæðaefnis fyrir krakka undir 9 ára aldri. Krakkar geta sérsniðið upplifun sína með einstökum notandamyndum og fengið efnistillögur sem byggjast á áhugasviðum þeirra en foreldrar geta stillt takmarkanir með barnalæsingu.

Barnið þitt þarf að vera með Google-reikning og samhæft Android-tæki til að geta notað Google Kids Space.


Forrit og leikir sem kennarar hafa samþykkt
Með Google Kids Space fylgja forrit og leikir frá Google Play sem kennarar og sérfræðingar í menntun og margmiðlunarefni barna hafa samþykkt. Forrit sem eru samþykkt af kennurum eru vandlega hönnuð, skemmtileg eða hvetjandi og henta aldurshópnum sem um ræðir.

Ef foreldrar vilja að barnið hafi aðgang að fleiri tillögum en þeim sem Google Kids Space mælir með er hægt að bæta við meira efni frá Google Play Store í gegnum valmynd foreldris.

Bækur sem barnabókasérfræðingar hafa valið
Bókalisti Play Books inniheldur sérvaldar bækur sem er ætlað að ýta undir lestraráhuga. Þar finnast bæði klassískar bækur með kunnuglegum titlum og persónum en einnig glænýjar sögur sem fjalla um allt frá vörubílum til balletts. Börn geta uppgötvað ný áhugasvið eða gluggað í uppáhaldssögurnar sínar aftur og aftur.

Tillögur að vídeóum sem innihalda gagnlegt efni
Krakkar geta fengið innblástur til að skapa, uppgötva og efla hæfileika sína með því að horfa á vídeó á YouTube Kids sem hvetja krakka til að skapa og leika sér. Þau geta fundið vídeó um allt frá einföldum teikniæfingum yfir í fyndnar vísindatilraunir. Hvort sem þau vilja læra, syngja eða hlæja geta krakkar skoðað myndskeið sem tengjast áhugasviði þeirra eða persónum sem þau halda upp á.

Hannað með forvitni krakka að leiðarljósi
Hvort sem um dýralíf eða listræn verkefni er að ræða geta krakkar orðið litlir sérfræðingar í því sem þau elska. Google Kids Space er hannað til að hjálpa þeim að kanna nýjasta áhugamálið og læra enn meira á nýjan og hvetjandi hátt. Krakkar geta jafnvel sérsniðið upplifun sína með því að búa til sína eigin persónu sem birtist á skjánum þegar þau skrá sig inn.

Settu mörk með barnalæsingu
Barnalæsingar í Family Link-forritinu frá Google gera þér kleift að stýra upplifun barnsins með því að stjórna efni frá Google Play, stilla skjátímamörk og fleira, allt úr þínu eigin tæki.

Mikilvægar upplýsingar
Google Kids Space skiptir heimaskjánum á spjaldtölvum krakka út fyrir upplifun sem hjálpar þeim að flokka efni sem þau þekkja og elska með flipum fyrir forrit og leiki, vídeó og bækur. Hægt er að slökkva á Google Kids Space hvenær sem er á valmynd foreldris.

Barnið þarf að vera með Google-reikning til að geta notað Google Kids Space. Til að nota barnalæsingar þarf Family Link-forritið að vera uppsett í studdu Android-, Chromebook- eða iOS-tæki. Framboð eiginleika gæti verið breytilegt eftir svæðum. Google Kids Space er í boði fyrir valdar Android-spjaldtölvur. Google-hjálpari er ekki tiltækur í Google Kids Space.

Bækur og vídeó eru hugsanlega ekki tiltæk á öllum svæðum. Framboð vídeóa er háð framboði í forritinu YouTube Kids. Forritið Play Books er nauðsynlegt til að nálgast efni Bóka. Framboð forrita, bóka og vídeóa gæti breyst án fyrirvara.
Uppfært
23. okt. 2024

Gagnaöryggi

Öryggi hefst með skilningi á því hvernig þróunaraðilar safna og deila gögnunum þínum. Persónuvernd gagna og öryggisráðstafanir geta verið breytilegar miðað við notkun, svæði og aldur notandans. Þetta eru upplýsingar frá þróunaraðilanum og viðkomandi kann að uppfæra þær með tímanum.
Engum gögnum deilt með þriðju aðilum
Nánar um yfirlýsingar þróunaraðila um deilingu gagna
Þetta forrit kann að safna þessum gagnagerðum
Persónuupplýsingar, Fjármálaupplýsingar og 3 í viðbót
Gögn eru dulkóðuð í flutningum
Þú getur beðið um að gögnum sé eytt
Skuldbinding til að fylgja fjölskyldureglum Play
Óháð öryggisyfirferð

Einkunnir og umsagnir

3,7
469 umsagnir

Nýjungar

Nokkrar villuleiðréttingar og aukinn stöðugleiki.