Nú er hægt að sækja símtalaforritið frá Google í fyrsta skipti. Sími auðveldar þér að tengjast fjölskyldu og vinum, útilokar ruslsímtöl og gerir þér kleift að vita hver hringir áður en þú svarar, allt með einfaldri og notendavænni hönnun.
Öflug vörn gegn ruslefni
Sjáðu viðvaranir um grunsamlega hringjendur sem hjálpa þér að forðast að svara ruslsímtölum, símasölufólki og svindlurum. Settu númer á bannlista til að koma í veg fyrir að þau geti hringt aftur í þig.
Fáðu að vita hver hringir
Vönduð númerabirting Google lætur þig vita hvaða fyrirtæki er að hringja svo að þú getir svarað áhyggjulaust.
Flokkaðu ókunnug símtöl 1,2
Call Screen svarar símtölum frá óþekktum aðilum, síar út ruslsímtöl án þess að trufla þig og aðstoðar þig við að fá frekari upplýsingar um símtalið áður en þú svarar.
Myndrænt talhólf 1,3
Athugaðu skilaboðin þín án þess að þurfa að hringja í talhólfið. Skoðaðu og spilaðu skilaboðin í hvaða röð sem er, lestu textauppskrift eða vistaðu þau beint úr forritinu.
Notendavæn hönnun
Einföld og þægileg hönnun auðveldar þér að hafa samskipti við uppáhaldsfólkið þitt. Þú getur líka skipt í dökka stillingu til að spara rafhlöðuna og minnka áreiti fyrir augun að kvöldlagi.
Neyðarþjónusta 1,4
Sjáðu núverandi staðsetningu þegar þú hringir neyðarsímtal og veittu neyðarþjónustu upplýsingar um aðstoðina sem þú þarfnast ásamt staðsetningu án þess að þurfa að tala.
Símaforritið er í boði í flestum Android-tækjum með Android™ 9.0 og nýrri útgáfur.
1 Eingöngu í boði í sumum tækjum þar sem Sími er foruppsettur.
2 Sjálfvirk flokkun er eingöngu í boði í Bandaríkjunum og aðeins á ensku. Handvirk flokkun er eingöngu í boði í Bandaríkjunum og Kanada og aðeins á ensku. Call Screen mun hugsanlega ekki greina öll sjálfvirk símtöl eða ruslsímtöl.
3 Textauppskrift er eingöngu í boði í Bandaríkjunum og aðeins á ensku.
4 Eingöngu í boði í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum og aðeins á ensku.