Android-aðgengishjálp er safn aðgengisforrita sem gera fólki kleift að nota Android-tæki án þess að hafa augun á því eða með því að nota rofatæki.
Android-aðgengishjálp inniheldur eftirfarandi:
• Aðgengisvalmynd: Notaðu stóra valmynd á skjánum til að læsa símanum, stilla hljóðstyrk og birtustig, taka skjámyndir og fleira.
• Textaupplestur: Veldu atriði á skjánum til að heyra þau lesin upp.
• TalkBack-skjálesari: Fáðu raddsvörun, stjórnaðu tækinu með bendingum og sláðu inn texta með blindraleturslyklaborði á skjánum.
Til að hefjast handa:
1. Opnaðu stillingaforrit tækisins.
2. Veldu „Aðgengi“.
3. Veldu „Aðgengisvalmynd“, „Textaupplestur“ eða „TalkBack“.
Android-aðgengishjálp krefst Android 6 (Android M) eða nýrri útgáfu. TalkBack fyrir Wear krefst Wear OS 3.0 eða nýrri útgáfu.
Tilkynning vegna heimilda
• Sími: Android-aðgengishjálp fylgist með stöðu símans svo að hægt sé að laga tilkynningar að símtalastöðu.
• Aðgengisþjónusta: Þar sem þetta forrit er aðgengisþjónusta getur það séð aðgerðirnar þínar, sótt efni í gluggum og fylgst með texta sem þú slærð inn.
• Tilkynningar: Þegar þú veitir þessa heimild getur TalkBack tilkynnt þér um uppfærslur.