Með Google linsu geturðu leitað að því sem þú sérð, komið hlutunum hraðar í verk og áttað þig á umheiminum – bara með því að nota myndavélina eða mynd.
SKANNAÐU OG ÞÝDDU TEXTA Þýddu orð sem þú sérð, vistaðu nafnspjöld í tengiliðum, bættu viðburðum við dagatalið af veggspjaldi og afritaðu og límdu flókna kóða eða langar málsgreinar í símanum til að spara tíma.
BERÐU KENNSL Á PLÖNTUR OG DÝR Finndu hvað plantan heima hjá vini þínum heitir, eða hvaða hundategund þú sást í almenningsgarðinum.
KANNAÐU STAÐI Í NÁGRENNINU Berðu kennsl á og fáðu upplýsingar um kennileiti, veitingastaði og verslanir. Sjáðu einkunnir, afgreiðslutíma, sögulegar staðreyndir og fleira.
FINNDU RÉTTA ÚTLITIÐ FYRIR ÞIG Sástu föt sem þér líst á? Eða stól sem myndi passa fullkomlega í stofuna heima? Finndu fatnað, húsgögn og húsmuni sem svipar til þess sem þér leist á.
PANTAÐU RÉTTA MATINN Sjáðu vinsæla rétti á matseðli út frá umsögnum í Google kortum.
SKANNAÐU KÓÐA Skannaðu QR-kóða og strikamerki í snatri.
*Takmarkað framboð og ekki í boði á öllum tungumálum eða svæðum. Fáðu frekari upplýsingar á
g.co/help/lens. Sumir eiginleikar Linsu krefjast nettengingar.