Umritun í beinni og hljóðtilkynningar gera hversdagsleg samtöl og umhverfishljóð aðgengilegri fyrir heyrnarlaust og heyrnarskert fólk með aðstoð Android-síma.
Í flestum tækjum geturðu opnað Umritun í beinni og hljóðtilkynningar með því að fylgja þessum skrefum:
1. Opnaðu stillingaforrit tækisins.
2. Ýttu á „Aðgengi“.
3. Ýttu á „Umritun í beinni“ eða „Hljóðtilkynningar“ eftir því hvaða eiginleika þú vilt nota
Þú getur einnig notað aðgengishnappinn, bendingu eða flýtistillingarnar til að kveikja á umritun í beinni eða hljóðtilkynningum (
https://g.co/a11y/shortcutsFAQ).
Umritun í rauntíma• Fáðu umritanir í rauntíma á yfir 120 tungumálum og mállýskum. Bættu við sérsniðnum orðum sem þú notar oft, t.d. nöfnum eða heitum á húsbúnaði.
• Stilltu símann á að titra þegar einhver segir nafnið þitt.
• Sláðu inn svör þegar þú átt í samtölum.
• Notaðu utanáliggjandi hljóðnema sem finna má í höfuðtólum með snúru, Bluetooth-höfuðtólum og USB-hljóðnemum til að auka hljóðgæðin.
• Láttu umritanir og innslegin svör birtast á ytri skjánum á samanbrjótanlegum símum til að auðvelda samskipti við aðra.
• Veldu um að vista umritanir í allt að þrjá daga. Vistaðar umritanir eru geymdar í tækinu þínu í þrjá daga svo þú getir afritað þær og límt annars staðar. Umritanir eru ekki sjálfgefið vistaðar.
Hljóðtilkynningar• Fáðu tilkynningar um mikilvæg hljóð í umhverfinu, t.d. þegar reykskynjari pípir eða barn grætur.
• Bættu við sérsniðnum hljóðum og fáðu þannig tilkynningu þegar heimilistækin þín pípa.
• Skoðaðu hvaða hljóð heyrðust síðustu 12 tímana til að athuga hvað gekk á í kringum þig.
Kröfur:• Android 12 og nýrri útgáfur
Eiginleikinn Umritun í beinni og hljóðtilkynningar var þróaður í samstarfi við Gallaudet-háskólann, fremsta háskóla Bandaríkjanna fyrir heyrnarlaust og heyrnarskert fólk.
Hjálp og ábendingar• Til að koma með ábendingar og fá vöruuppfærslur skaltu ganga í Google-hópinn „Accessible“ á
https://g.co/a11y/forum• Ef þú þarft aðstoð við að nota Umritun í beinni og hljóðtilkynningar skaltu hafa samband við okkur á
https://g.co/disabilitysupport.
Tilkynning um heimildirHljóðnemi: Umritun í beinni þarf aðgang að hljóðnemanum til að geta umritað talað mál í kringum þig. Hljóð er ekki geymt eftir að unnið er úr textauppskrift eða greindum hljóðum.
Tilkynningar: Hljóðtilkynningar þurfa aðgang að tilkynningum til að geta látið þig vita af hljóðum.
Nálæg tæki: Umritun í beinni þarf aðgang að nálægum tækjum til að geta tengst við Bluetooth-hljóðnemana þína.