Það er auðvelt með IKEA Home smart 1-appinu og TRÅDFRI-gáttinni. Notaðu eina stillingu fyrir lýsingu og tónlist sem hentar að morgni til, aðra fyrir kvöldið og þá þriðju fyrir matseld eða vinnu heima við.
Þú getur dregið úr lýsingu, slökkt eða kveikt ljós, skipt um liti og skipt úr hlýrri lýsingu yfir í kalda. Dragðu gluggatjöldin frá eða fyrir. Kveiktu á tónlistinni – og hækkaðu hana svo, lækkaðu eða gerðu hlé á spilun. Og þú getur jafnvel stjórnað lofthreinsitækinu til að bæta loftgæðin heima.
Með IKEA Home smart 1 appinu getur þú tengst við Amazon Alexa eða Google Home og stjórnað þeim með raddskipunum.
Það sem þú færð með IKEA Home smart 1 appinu og TRÅDFRI gáttinni:
• Möguleiki á að stjórna ljósunum og gluggatjöldunum beint úr appinu
• Möguleiki á að kveikja og slökkva á hljóði, setja það á pásu og stjórna hljóðstyrk
• Stillingar sem hægt er að sérsníða, þar á meðal til að stilla gluggatjöld, skipta um liti og velja hlýja eða kalda birtu
• Tímastillingar fyrir morgun- og kvöldbirtu
• Möguleiki á að kveikja og slökkva á lofthreinsitækinu og velja þann viftuhraða sem hentar þínu heimili