Microsoft-verkefnalistinn er einfaldur og snjall verkefnalisti sem einfaldar þér að skipuleggja daginn. Listinn eykur afköst og dregur úr streitu, hvort sem þú notar hann fyrir vinnuna, skólann eða heimilishaldið. Í honum sameinast snjalltækni og falleg hönnun sem gera þér kleift að setja upp einfalda dagskrá.
Skipuleggðu þig og undirbúðu daginn
Skipuleggðu daginn með snjöllum ábendingum og ljúktu mikilvægustu verkefnum, erindum eða daglegum verkum sérhvers dags. Verkefnalistinn samstillist á milli símans og tölvunnar svo þú getur nálgast verkefnin þín í skólanum, á skrifstofunni, í búðinni eða jafnvel á ferðalögum um heiminn.
Deildu listunum þínum með fjölskyldu og samstarfsfólki
Þegar listum er deilt geturðu unnið með öðrum að sameiginlegum listum og verkefnum til að ná markmiðum þínum án vandkvæða. Hvort sem þú vilt deila lista yfir vinnutengd atriði með hópunum þínum, eða innkaupalista með makanum þínum, er auðvelt að samræma og vinna saman í litlum hópum eða pörum með því að nota tengil til að deila. Það hefur aldrei verið auðveldara að koma hlutum í verk saman!
Sundurliðun í minni og framkvæmanlegar aðgerðir
Skref (undirverk) gera þér kleift að hluta hvert verkefni niður í minni og framkvæmanlegri aðgerðir. Til að hjálpa viðskiptavinum að vera enn afkastameiri mun hvert verkefni sýna hversu mörg skref (undirverk) það felur í sér og hversu mörgum af þeim skrefum hefur nú þegar verið lokið. Skref (undirverk) munu einnig halda stöðumerkingu sinni jafnvel þótt verkefnið sem þau tilheyra sé merkt sem „lokið“ eða „ólokið“.
Stilltu lokadaga og áminningar
Hægt er að bæta við, flokka og tímasetja verkefni á ferðinni. Fyrir mikilvæg verkefni sem mega alls ekki gleymast er hægt að setja inn áminningar og lokadaga til þess að við munum það fyrir þig og fyrir verkefni sem þarf að sinna daglega, vikulega eða árlega er hægt að setja upp endurtekna lokadaga.
Skrifaðu athugasemdir við verkefnin
Einnig er hægt að nota verkefnalistaforritið til að taka niður minnispunkta og bæta upplýsingum við verkefni, allt frá heimilisföngum til upplýsinga um bók sem þig langar að lesa eða vefsvæði uppáhaldskaffihússins þíns. Hér geturðu safnað öllum verkefnunum þínum og minnispunktum saman á einn stað þér til hægðarauka.
Litakóðaðu listana þína
Hvaða þætti lífsins þarftu að straumlínulaga? Litamerktu hvern þátt. Nú geturðu á fljótlegan máta sett heimalærdóminn á einn lista, innkaupin á einn og pökkunarlista, vinnuverkefni og framkvæmdir á heimilinu á enn fleiri lista. Ef þú svo fylgir framleiðnikerfum á borð við GTD (Getting Things Done-aðferðafræði David Allen) geturðu búið til lista fyrir verk með óákveðinn lokadag eða eftirfylgnilista.
Samstilling við Outlook
Með samstillingu við Outlook póst getur þú skoðað verkefnin þín í Outlook-skjáborðsforriti eða á Outlook.com með því að nota sama Microsoft-reikninginn. Öll verkefni eru geymd á netþjóni Exchange Online svo þau munu sjálfkrafa birtast bæði í Microsoft-verkefnalista og Outlook-verkum.
Skipuleggðu það sem þú vilt einbeita þér að á hverjum morgni til að komast yfir meira. Þetta einfalda verkefnalistaforrit er ókeypis. Því fylgja sérsníðanleg þemu, minnispunktar, áminningar, lokadagar, snjalltillögur og samstilling á milli margra tækja – einfaldlega allt sem þú þarft til að skipuleggja lífið og koma meiru í verk. Það hefur aldrei verið jafnauðvelt að ljúka verkefnum eða sinna heimilisstörfum, þökk sé skipulagstólinu sem allir ættu að eiga.
Frekari upplýsingar: http://to-do.microsoft.com
Fylgdu okkur: http://twitter.com/MicrosoftToDo
Hugmynd eða tillaga að eiginleika: https://todo.uservoice.com/
Notendaþjónusta: https://todosupport.microsoft.com/support?product_id=todo
Með því að setja Microsoft-verkefnalistann upp samþykkirðu þessa notkunarskilmála: https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=842577