Vivaldi er nýr vafri sem stendur vörð um friðhelgi. Hann er hlaðinn notadrjúgum eiginleikum s.s. innbyggðum auglýsinga- og rekjaravörnum og þýðingum. Tól eins og minnismiðar og síðuskjáskot bjóða upp á óteljandi möguleika en spara líka tíma. Valmöguleikar eins og alvöru borðtölvuflipar, dökkt/ljóst þema og val um margvíslegar uppsetningar gera þér kleift að gera vafrann að þínum. Sæktu Vivaldi núna og vafraðu hratt og ókeypis.
🕵️♂️ EINKA VAFUR
Þinn vafri, þitt einkamál. Við fylgjumst ekki með því hvernir þú notar Vivaldi og einkaflipar bjóða upp á að vafrasagan þín er öðrum hulin. Leitir, heimsóttar síður, kökur og tímabundnar skrár, vistast ekki þegar þú notar einkaflipa.
💡 ALVÖRU FLIPAMÖGULEIKAR
Veldu á milli þess að nota a Flipastiku (hentar vel á stóra skjái og spjaldtölvur) eða flipaskipti til þess að sýsla með flipana þína. Í flipaskiptinum notar þú strokur til þess að finna opna flipa, einkaflipa og nýlega lokaða flipa í vafranum eða opna flipa á öðrum tækjum.
⛔️ LOKAR Á AUGLÝSINGAR OG REKJARA
Innbyggð Auglýsingavörn lokar á auglýsingar og hindrar rekjara í að elta þig í netheimum - viðbætur eru óþarfar. E.s. Þú vafrar líka hraðar fyrir vikið.
🏃♀️ VAFRAÐU HRAÐAR
Vafraðu hraðar með því að setja uppáhalds bókamerkin sem hraðvalshnappa á nýju flipasíðunni svo þú hafir þá innan handar. Flokkaðu þá í möppur, veldu útlit sem hentar þér. Þú getur líka skipt um leitarvélar á augabragði með því að nota gælunöfn leitarvéla um leið og þú slærð inn í veffangastikuna á Vivaldi (t.d. "d" fyrir DuckDuckGo).
🛠 INNBYGGÐ TÓL
Vivaldi er með innbyggð tól sem býður upp á meiri afkastagetu og hraða þar sem ekki þarf að hoppa á milli forrita. Sjáðu bara:
- Þýddu vefsíður í friði með því að nota Vivaldi þýðingar (keyrðar á Lingvanex).
- Skrifaðu minnismiða um leið og þú vafrar og samstilltu þá á öruggan hátt á milli tækja.
- Taktu skjáskot af heilli síðu (eða völdum hluta hennar) og deildu með öðrum.
- Skannaðu QR kóða til þess að deila hlekkjum á milli tækja.
- Notaðu síðuaðgerðir til þess að aðlaga efni á síðu með síum.
🍦 TAKTU GÖGNIN ÞÍN MEÐ ÞÉR
Vivaldi er líka á Windows, Mac og Linux! Haltu áfram þar sem frá var horfið með því að samstilla gögn á milli tækja. Opnir flipar, vistuð innskráning, minnismiðar og bókamerki eru samstillt á milli allra tækja með dulkóðun enda á milli. Öryggið er aukið með dulkóðuðu lykilorði.
Allir eiginleikar Vivaldi vafrans
- Dulkóðuð samstilling
- Auglýsingavörn
- Skjáskot af síðu
- Flýtilyklar á uppáhalds síður
- Minnismiðar með stuðningi við rich text
- Einkaflipar
- Dökkt viðmót
- Bókamerkjastjóri
- QR kóða skanni
- Stuðningur við utanaðkomandi niðurhalsstjóra
- Nýlega lokaðir flipar
- Gælunöfn leitarvéla
- Leshamur
- Klóna flipa
- Síðuaðgerðir
- Val á tungumáli
- Niðurhalsstjóri
- Sjálfvirk hreinsun á vafragögnum við lokun á vafra
- WebRTC lekavörn
- Kökuborðavörn
- 🕹 Innbyggður tölvuleikur
Margir eiginleika í Vivaldi eru tilkomnir vegna óska frá notendum. Hvað gerir vafrann þinn fullkominn? Sendu okkur hugmynd að nýjum eiginleika: https://vvld.in/feature-request.
✌️ HVER ER VIVALDI?
Við erum að smíða vafra sem er hlaðinn eiginleikum. Við göngum út frá tveimur meginreglum: Friðhelgi er sjálfgefin og allt er val. Við rekjum ekki ferðir þínar og trúum á það að hugbúnaður sem ekki njósnar um notendur eigi að vera reglan, ekki undantekning. Hugbúnaður á að vera jafn einstakur og manneskjan sem notar hann. Þú ræður hvaða eiginleika þú notar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta þinn vafri.
Til þess að nýta Vivaldi sem best, skaltu samstilla við borðtölvuna þína (á Windows, MacOS og Linux). Hann er ókeypis og með honum fylgir fullt af geggjuðum eiginleikum. Sæktu á: vivaldi.com
Taktu síma- og spjaldtölvuvafrið upp á næsta stig með Vivaldi vafranum. Einkaflipar, innbyggð auglýsingavörn og nú er líka hægt að þýða beint úr vafranum. Gerist ekki betra.